Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 18:44 Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar Vísir Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59