Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - FH 0-3 | Þórarinn tryggði þægilegan sigur á Þrótturum | Sjáðu mörkin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2016 19:45 Steven Lennon, framherji FH, verður í sviðsljósinu en ummæli hans á Twitter í gær fóru illa í landann. vísir/vilhelm FH er komið í undanúrslit Borgunarbikars karla eftir mjög svo öruggan sigur á Þrótti, 0-3, í Laugardalnum í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og Þórarinn Ingi Valdimarsson kom þeim yfir með skoti af stuttu færi á 21. mínútu. Hann tvöfaldaði svo forystu gestanna þegar hann skallaði fyrirgjöf Stevens Lennon í netið á 48. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristján Flóki Finnbogason þriðja mark FH og gulltryggði sigurinn. FH, ÍBV og Valur eru komin í undanúrslit en það kemur svo í ljós á morgun hvort Fram eða Selfoss bætist í þann hóp. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.Af hverju vann FH? Gegn frekar lánlausu liði Þróttara sýndi FH einfaldlega af hverju liðið er í baráttu um titla ár hvert. Þrátt fyrir öfluga byrjun Þróttar gekk illa fyrir þá að ógna Íslandsmeisturunum sem sýndu styrk sinn í sóknarleiknum. FH gerði það sem þurfti hér án þess að skipta mikið ofar en þriðja gír. Leikurinn var í raun búinn þegar FH komst yfir 0-2 yfir í upphafi seinni hálfleiks. Varnarmenn FH-inga réðu við sóknartilburði heimamanna á meðan sóknar- og miðjumenn FH-inga sköpuðu þrjú til fjögur færi sem var nóg til þess að skora þrjú mörk.Hvað gekk vel? Heildarleikur FH var fagmannlegur í þessum leik. Eftir að lið komst yfir 3-0 nýttu þeir alla sína reynslu til þess að hægja á leiknum þannig að veik von Þróttara um eitthvað ótrúlegt komst aldrei á flug. Að sama skapi gátu FH-ingar slakað á í seinni hálfleik og sparað mikilvægt bensín fyrir toppbaráttuna sem framundan er í deildinni. Þó verður að hrósa Þrótturum fyrir fína spilamennsku í upphafi leiks. Það var ljóst að þeir ætluðu að berjast af krafti og selja sig dýrt auk þess sem að liðið hefði vel getað skorað eitt mark í fyrri hálfleik með örlítið meiri gæðum í ákvarðanatöki í seinni hlutanum. Mark FH-inga í fyrri hálfleik slökkti þó neistann og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH.Hvað gekk illa?Þróttarar hljóta að vera nokkuð ósáttir með spilamennsku sína í seinni hálfleik en þó er kannski skiljanlegt að þeir hafi ekki séð vonarglætuna gegn sterku liði FH eftir að hafa lent 2-0. Ákveðið einbeitingarleysi gerði vart við sig í leiknum á köflum og FH gekk á lagið. Gregg Ryder, þjálfari Þróttara, var í sífellu að minna sína menn á að halda einbeitingu.Hvað gerist næst?Þróttur getur einbeitt sér að deildinni þar sem þeir eru í töluverðu basli. FH-ingar eru hins vegar búnir að bóka sæti í undanúrslitum bikarsins þar sem þeir munu mæta Val, ÍBV eða sigurvegaranum úr leik Selfoss og Fram sem fram fer á morgun.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/ErnirGregg Ryder: Megum ekki gefa svona ódýr mörkÞað voru blendnar tilfinningar ríkjandi hjá Gregg Ryder eftir leikinn í kvöld. Hann var ósáttur með tapið en telur að frammistaða liðs síns sé að færast í rétta átt. „Í öðrum leikjunum höfum við hrunið eftir að fá á okkur mark en við gerðum það ekki í dag. Við unnum vel í dag, það er jákvætt,“ segir Gregg. „Þegar maður spilar gegn hágæðaliði eins og FH er það síðasta sem maður á þarf að halda að gefa liðinu ódýr mörk.“ Gregg segir að lið sitt sýnt góða spilamennsku á köflum en þurfi að gera meira af því í næstu leikjum. „Við spiluðum kannski vel í upphafi en þetta er níutíu mínútna leikur, þannig að það telst varla með. Við þurfum að standa okkur vel í níutíu mínútur,“ segir Gregg sem segir jákvæð teikn á lofti. „Nú þurfum við að ganga úr skugga um það að það sem við gerum á æfingarsvæðinu skili sér á vellinum. Mér finnst það vera betra hjá okkur núna en fyrr á tímabilinu,“ segir Gregg. „Liðið er farið að blandast betur saman og frammistaða okkur er að batna. Við þurfum að tryggja það að við mætum til leiks gegn Fylki í næsta leik.“Heimir Guðjónsson.Vísir/AntonHeimir Guðjóns: Viljum fá heimaleikHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afslappaður í viðtali eftir leik í kvöld og óskaði sér helst að fá heimaleik í undanúrslitunum. „Við viljum fá heimaleik. Það er það besta sem völ er á og það er eina sem við hugsum um,“ segir Heimir sem var mátulega ánægður með sína menn eftir öruggan sigur. „Mér fannst við gera það sem við þurftum að gera hér í kvöld. Á köflum spiluðum við mjög vel og létum boltann ganga á milli liðsins. Við tókum völdin þegar leið á og náðum að þreyta Þróttarana og skoruðum fínt mark fljótlega í leiknum,“ segir Heimir. Liðið gat leyft sér að slaka aðeins á í seinni hálfleik en Heimir segir að það hafi ekki skipt öllu máli enda hafi álagið verið afar lítið að undanförnu. „Við spiluðum síðast fyrir 9-10 dögum þannig að álagið er ekki mikið,“ segir Heimir en að hans mati var völlurinn ekki í nógu ástandi í kvöld enda virðist sem að gervigrasið í Laugardalnum ekki fengið mikið að drekka fyrir leik.Þórarinn Ingi kemur FH yfir Þórarinn Ingi skorar sitt annað mark Kristján Flóki skorar þriðja markið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
FH er komið í undanúrslit Borgunarbikars karla eftir mjög svo öruggan sigur á Þrótti, 0-3, í Laugardalnum í kvöld. FH-ingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og Þórarinn Ingi Valdimarsson kom þeim yfir með skoti af stuttu færi á 21. mínútu. Hann tvöfaldaði svo forystu gestanna þegar hann skallaði fyrirgjöf Stevens Lennon í netið á 48. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Kristján Flóki Finnbogason þriðja mark FH og gulltryggði sigurinn. FH, ÍBV og Valur eru komin í undanúrslit en það kemur svo í ljós á morgun hvort Fram eða Selfoss bætist í þann hóp. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.Af hverju vann FH? Gegn frekar lánlausu liði Þróttara sýndi FH einfaldlega af hverju liðið er í baráttu um titla ár hvert. Þrátt fyrir öfluga byrjun Þróttar gekk illa fyrir þá að ógna Íslandsmeisturunum sem sýndu styrk sinn í sóknarleiknum. FH gerði það sem þurfti hér án þess að skipta mikið ofar en þriðja gír. Leikurinn var í raun búinn þegar FH komst yfir 0-2 yfir í upphafi seinni hálfleiks. Varnarmenn FH-inga réðu við sóknartilburði heimamanna á meðan sóknar- og miðjumenn FH-inga sköpuðu þrjú til fjögur færi sem var nóg til þess að skora þrjú mörk.Hvað gekk vel? Heildarleikur FH var fagmannlegur í þessum leik. Eftir að lið komst yfir 3-0 nýttu þeir alla sína reynslu til þess að hægja á leiknum þannig að veik von Þróttara um eitthvað ótrúlegt komst aldrei á flug. Að sama skapi gátu FH-ingar slakað á í seinni hálfleik og sparað mikilvægt bensín fyrir toppbaráttuna sem framundan er í deildinni. Þó verður að hrósa Þrótturum fyrir fína spilamennsku í upphafi leiks. Það var ljóst að þeir ætluðu að berjast af krafti og selja sig dýrt auk þess sem að liðið hefði vel getað skorað eitt mark í fyrri hálfleik með örlítið meiri gæðum í ákvarðanatöki í seinni hlutanum. Mark FH-inga í fyrri hálfleik slökkti þó neistann og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH.Hvað gekk illa?Þróttarar hljóta að vera nokkuð ósáttir með spilamennsku sína í seinni hálfleik en þó er kannski skiljanlegt að þeir hafi ekki séð vonarglætuna gegn sterku liði FH eftir að hafa lent 2-0. Ákveðið einbeitingarleysi gerði vart við sig í leiknum á köflum og FH gekk á lagið. Gregg Ryder, þjálfari Þróttara, var í sífellu að minna sína menn á að halda einbeitingu.Hvað gerist næst?Þróttur getur einbeitt sér að deildinni þar sem þeir eru í töluverðu basli. FH-ingar eru hins vegar búnir að bóka sæti í undanúrslitum bikarsins þar sem þeir munu mæta Val, ÍBV eða sigurvegaranum úr leik Selfoss og Fram sem fram fer á morgun.Gregg Ryder, þjálfari Þróttar.Vísir/ErnirGregg Ryder: Megum ekki gefa svona ódýr mörkÞað voru blendnar tilfinningar ríkjandi hjá Gregg Ryder eftir leikinn í kvöld. Hann var ósáttur með tapið en telur að frammistaða liðs síns sé að færast í rétta átt. „Í öðrum leikjunum höfum við hrunið eftir að fá á okkur mark en við gerðum það ekki í dag. Við unnum vel í dag, það er jákvætt,“ segir Gregg. „Þegar maður spilar gegn hágæðaliði eins og FH er það síðasta sem maður á þarf að halda að gefa liðinu ódýr mörk.“ Gregg segir að lið sitt sýnt góða spilamennsku á köflum en þurfi að gera meira af því í næstu leikjum. „Við spiluðum kannski vel í upphafi en þetta er níutíu mínútna leikur, þannig að það telst varla með. Við þurfum að standa okkur vel í níutíu mínútur,“ segir Gregg sem segir jákvæð teikn á lofti. „Nú þurfum við að ganga úr skugga um það að það sem við gerum á æfingarsvæðinu skili sér á vellinum. Mér finnst það vera betra hjá okkur núna en fyrr á tímabilinu,“ segir Gregg. „Liðið er farið að blandast betur saman og frammistaða okkur er að batna. Við þurfum að tryggja það að við mætum til leiks gegn Fylki í næsta leik.“Heimir Guðjónsson.Vísir/AntonHeimir Guðjóns: Viljum fá heimaleikHeimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afslappaður í viðtali eftir leik í kvöld og óskaði sér helst að fá heimaleik í undanúrslitunum. „Við viljum fá heimaleik. Það er það besta sem völ er á og það er eina sem við hugsum um,“ segir Heimir sem var mátulega ánægður með sína menn eftir öruggan sigur. „Mér fannst við gera það sem við þurftum að gera hér í kvöld. Á köflum spiluðum við mjög vel og létum boltann ganga á milli liðsins. Við tókum völdin þegar leið á og náðum að þreyta Þróttarana og skoruðum fínt mark fljótlega í leiknum,“ segir Heimir. Liðið gat leyft sér að slaka aðeins á í seinni hálfleik en Heimir segir að það hafi ekki skipt öllu máli enda hafi álagið verið afar lítið að undanförnu. „Við spiluðum síðast fyrir 9-10 dögum þannig að álagið er ekki mikið,“ segir Heimir en að hans mati var völlurinn ekki í nógu ástandi í kvöld enda virðist sem að gervigrasið í Laugardalnum ekki fengið mikið að drekka fyrir leik.Þórarinn Ingi kemur FH yfir Þórarinn Ingi skorar sitt annað mark Kristján Flóki skorar þriðja markið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira