Draumur og martröð strákanna okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2015 08:00 Strákarnir hafa haft ærna ástæðu til að fagna að undanförnu. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tók stórt stökk upp heimslista FIFA sem birtur var í gærmorgun eins og búið var að reikna út. Strákarnir okkar eru nú, samkvæmt FIFA-listanum, 23. besta knattspyrnuþjóð heims og sú 16. besta í Evrópu. Þessi listi er mikilvægari en aðrir því hann segir til um styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM 2018 sem dregið verður til 25. júlí í St. Pétursborg.Draumariðillinn.Við Íslendingar munum hversu sárt það var að enda í fimmta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM 2016, eftir að liðið stóð sig svo vel í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta styrkleikaflokki hafa strákarnir okkar farið á kostum og unnið fimm leiki af sex. Ísland er nú þegar búið að hafa betur gegn Tyrklandi, Tékklandi og Hollandi. Sigurinn á Tékklandi fleytti íslenska liðinu upp í 23. sæti og í annan styrkleikaflokk. Til gamans ákvað Fréttablaðið að stilla upp tveimur mögulegum riðlum sem strákarnir okkar gætu lent í. Annar er draumariðilinn þar sem allt fer á besta veg og kúlurnar verða okkur hliðhollar 25. júlí. Hinn er martraðariðillinn þar sem allt fer á versta veg. Blaðamenn rákust strax á smá lúxusvandamál; það er frekar erfitt að lenda í algjörum dauðariðli þegar þú ert í öðrum styrkleikaflokki. Það er lúxusinn sem strákarnir og þjálfarar liðsins hafa unnið sér inn.Martraðariðillinn.Við erum vön því að vera í neðstu flokkunum og mæta þjóðum sem við eigum vanalega ekki möguleika í. Að vera í öðrum styrkleikaflokki og þurrka þar með út þjóðir eins og Ítalíu, Tékkland, Sviss, Frakkland og Dani (sem við höfum aldrei unnið!) er afskaplega þægilegt. Auðvitað er þó hægt að fá virkilega erfiðan riðil þegar litið er bæði til gæða þjóðanna sem eru í fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki og svo má ekki gleyma ferðalögunum. Fréttablaðið reyndi að taka mið af gæðum, ferðalögum, stöðu viðkomandi þjóða og því sem er að gerast hjá þeim til frambúðar. En svo er þetta líka bara tilfinningin. Enda er þetta allt til gamans gert.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21 Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30 Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56 Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. 9. júlí 2015 08:21
Enn eitt stökk strákanna undir stjórn Lagerbäck Ísland mun slá nýtt met á FIFA-listanum þegar hann verður gefinn út á morgun. 8. júlí 2015 06:30
Engin Norðurlandaþjóð ofar en Ísland | Færeyjar upp um 28 sæti Eins og fram kom í morgun er íslenska karlalandsliðið í fótbolta í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá því síðasti listi var gefinn út. 9. júlí 2015 08:56
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista FIFA Íslenska landsliðið í fótbolta verður það besta á Norðurlöndum á nýjan leik. 6. júlí 2015 13:00