Keane: Bale mætti ekki til leiks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2015 11:30 Bale lét lítið fyrir sér fara á Juventus Stadium í gær. vísir/getty Gareth Bale náði sér engan veginn á strik þegar Real Madrid tapaði 2-1 fyrir Juventus í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Bale, sem sneri aftur í lið Evrópumeistarana í gær eftir meiðsli, sást ekki í leiknum og var að lokum tekinn út af á 86. mínútu. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór hörðum orðum um frammistöðu Bale á iTV. „Bæði lið eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. Það var erfitt fyrir Real Madrid að spila einum færri því Gareth Bale mætti ekki til leiks,“ sagði Keane. „Það er augljóst að hann vantar sjálfstraust, hann valdi alltaf auðveldu leiðina. Í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann í leiknum, jafnvel í stöðunni einn á móti einum, sneri hann við. „Samherjar hans geta ekki verið ánægðir með hann því hann valdi alltaf auðveldu leiðina,“ sagði Keane ennfremur. Bale snerti boltann sjaldnar (14) en nokkur annar leikmaður Real Madrid í fyrri hálfleik og þá átti hann fæstar sendingar (18) af öllum í liði Evrópumeistarana. Þá átti Bale ekki skot á markið í leiknum og fór aðeins einu sinni framhjá mótherja.Seinni leikur Real Madrid og Juventus verður á Santiago Bernabeu eftir viku. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30 Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04 Benzema ekki með Evrópumeisturunum í kvöld Real Madrid verður án franska framherjans Karims Benzema í fyrri leiknum gegn Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 5. maí 2015 15:00 Neville: Ef Chelsea fær Bale eru hin liðin í vandræðum Englandsmeistaratitilinn gæti verið á Brúnni næstu árin nái Manchester-liðin ekki að kaupa Gareth Bale af Real Madrid. 5. maí 2015 08:30 Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Gareth Bale náði sér engan veginn á strik þegar Real Madrid tapaði 2-1 fyrir Juventus í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Bale, sem sneri aftur í lið Evrópumeistarana í gær eftir meiðsli, sást ekki í leiknum og var að lokum tekinn út af á 86. mínútu. Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór hörðum orðum um frammistöðu Bale á iTV. „Bæði lið eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. Það var erfitt fyrir Real Madrid að spila einum færri því Gareth Bale mætti ekki til leiks,“ sagði Keane. „Það er augljóst að hann vantar sjálfstraust, hann valdi alltaf auðveldu leiðina. Í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann í leiknum, jafnvel í stöðunni einn á móti einum, sneri hann við. „Samherjar hans geta ekki verið ánægðir með hann því hann valdi alltaf auðveldu leiðina,“ sagði Keane ennfremur. Bale snerti boltann sjaldnar (14) en nokkur annar leikmaður Real Madrid í fyrri hálfleik og þá átti hann fæstar sendingar (18) af öllum í liði Evrópumeistarana. Þá átti Bale ekki skot á markið í leiknum og fór aðeins einu sinni framhjá mótherja.Seinni leikur Real Madrid og Juventus verður á Santiago Bernabeu eftir viku.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30 Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04 Benzema ekki með Evrópumeisturunum í kvöld Real Madrid verður án franska framherjans Karims Benzema í fyrri leiknum gegn Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 5. maí 2015 15:00 Neville: Ef Chelsea fær Bale eru hin liðin í vandræðum Englandsmeistaratitilinn gæti verið á Brúnni næstu árin nái Manchester-liðin ekki að kaupa Gareth Bale af Real Madrid. 5. maí 2015 08:30 Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Ramos: Ég spilaði illa Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi. 6. maí 2015 08:30
Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. 5. maí 2015 15:04
Benzema ekki með Evrópumeisturunum í kvöld Real Madrid verður án franska framherjans Karims Benzema í fyrri leiknum gegn Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 5. maí 2015 15:00
Neville: Ef Chelsea fær Bale eru hin liðin í vandræðum Englandsmeistaratitilinn gæti verið á Brúnni næstu árin nái Manchester-liðin ekki að kaupa Gareth Bale af Real Madrid. 5. maí 2015 08:30
Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 5. maí 2015 21:33