Tæplega fjörutíu látnir
Tæplega fjörutíu eru látnir og þriggja er enn saknað eftir að ferðamannabát hvolfdi við Halongflóa í Víetnam í gær. Flestir ferðamannanna um borð voru frá höfuðborginni Hanoi. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Víetnam segir að veðrið hafi versnað snögglega þegar báturinn var á siglingu um tvöleytið að staðartíma í gær.