Innlent

100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Íslensku sauðkindinni á Íslandi hefur fækkað um 100 þúsund á síðustu 10 árum.
Íslensku sauðkindinni á Íslandi hefur fækkað um 100 þúsund á síðustu 10 árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íslensku sauðkindinni hefur fækkað um hundrað þúsund á síðustu tíu árum og lýst formanni stjórnar sauðfjárbænda ekkert á stöðuna og segir nauðsynlegt að fjölga kindum aftur af miklum kraft í landinu.

Sauðfé fækkar og fækkar í landinu enda hafa margir sauðfjárbændur hætt í búskap síðustu ár og snúið sér af einhverju öðru vegna lélegrar afkomu í greininni. Íslenska sauðkindin hefur verið undirstaða búskapar og lífsafkomu Íslendinga í meira en þúsund ár.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, er formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum og býr í Ásgarði í Dölum.

„Það hefur fækkað fé og það vantar innspýtingu, það vantar fólk í atvinnugreinina. Það er líka bara þannig að vaxtastigið í landinu er þannig að fólk er ekkert að stökkva til til að fara í þessa atvinnugrein í dag. En þetta er skemmtileg atvinnugrein, það er gaman að vera sauðfjárbóndi,” segir Eyjólfur.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, sem er formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hann segir að sauðkindinni hafi fækkað ótrúlega mikið á síðustu tíu árum.

„Ég vil bara sjá sama fjár fjölda og fyrir 10 árum, eða um 450 þúsund vetrarfóðraðar kindur. Í dag erum við með rétt um 350 þúsund vetrarfóðraðar kindur,” segir Eyjólfur.

Fallegt lamb.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þannig að það vantar 100 þúsund?

„Já það vantar 100 þúsund, það hefur fækkað um 100 þúsund á síðustu 10 árum. Það er mjög mikið. Við viljum fara aftur á þann stað þar sem eru fleiri kindur en fólk á Íslandi,” segir Eyjólfur.

Mynd úr Hrunaréttum í uppsveitum Árnessýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×