Viðskipti erlent

Facebook og Instagram liggja víða niðri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Virkar Facebook hjá þér?
Virkar Facebook hjá þér? EPA

Facebook, Instagram og fleiri miðlar Meta liggja sem stendur niðri víða um heim. Unnið er að viðgerð. 

Ekki liggur fyrir hvað veldur því að notendur geta margir hverjir ekki notað miðlana, sem sýna villumeldingu þegar reynt er að opna þá. 

Á vefsíðunni Down detector, sem heldur utan um tilkynningar um bilanir á samfélagsmiðlum, má sjá að slíkum tilkynningum hefur fjölgað mjög vegna miðla Meta síðdegis. 

Fjallað er um bilunina á vef Forbes, en þar kemur fram að meira en hundrað þúsund tilkynningar um bilanir á Facebook hafi borist síðustu tvo klukkutíma. Þá hafi svipaðar tilkynningar borist um Instagram, Whatsapp og Threads. Miðlarnir eru allir í eigu Meta. 

„Við erum meðvituð um að tæknilegir örðugleikar komi í veg fyrir að notendur komist inn á forritin okkar. Við vinnum hörðum höndum að viðgerð og biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir í tilkynningu sem birtist á aðgangi Meta á X fyrir skömmu. 

X

Fréttin hefur verið uppfærð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×