Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr Skúlason mun leggja skóna á hilluna eftir tæpar tvær vikur þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur. Twitter-síða IFK Norrköping. Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Ari leikur með Norrköping í Svíþjóð en liðið á tvo leiki eftir á leiktíðinni. Hann segir að ákvörðunin að hætta hafi verið unnin í samstarfi við félagið og hafi legið fyrir um hríð. Hann verður áfram hjá Norrköping sem svokallaður transition coach sem vinnur að því að brúa bilið milli unglingaliða og meistaraflokks og hjálpa ungum leikmönnum að taka skrefið upp í aðalliðið. „Þeir byrjuðu að tala við mig í lok maí. Við vorum með útlendingakvóta og ég var ekki nógu ánægður með það þegar gamli kallinn var settur út í horn fyrir þá ungu. Mér fannst það mjög leiðinlegt og pirrandi að þeir hafi sett sig í þessa stöðu að vera með of marga útlendinga,“ „Þá byrjuðum við að reyna að finna út úr því hvað væri best að gera og þá byrjaði þetta að malla. Bæði til þess að skapa pláss fyrir unga og efnilega, kannski Íslendinga, og þá að ég yrði þessi tengiliður líka,“ segir Ari Freyr. Ekki inni í myndinni að koma heim Ari var orðaður við endurkomu heim í Val en segist ekki hafa viljað flytja með fjölskyldunni eina ferðina enn, eftir að hafa leikið víða um álfuna undanfarin ár. „Á maður að fara að rífa þau upp eina ferðina enn? Þar sem við erum búin að koma okkur vel fyrir hérna krakkarnir eru í skóla og íþróttum með fullt af vinum. Kostirnir voru annað hvort að fara í Superettuna [næst efstu deild í Svíþjóð] eða að flytja heim,“ „Eins og staðan er í dag spyr maður sig hvers virði það er að koma heim. Að spila þá eitt eða kannski tvö ár ef maður er heppinn og þurfa að byrja allt upp á nýtt. Svo veit maður aldrei hvað gerist, maður getur komið heim og verið ömurlegur eða meiðst eða eitthvað svoleiðis. Maður veit aldrei, sérstaklega þegar maður er kominn á þennan aldur,“ segir Ari Freyr. Verður erfitt að kveðja leikmannaferilinn Þrátt fyrir að Ari sé sáttur við ákvörðun sína segir hann þó afar erfitt skref að enda leikmannaferilinn. „Já, þetta er það, gríðarlega. Ég flutti þarna út 2003 í fyrsta skipti og er í raun búinn að lifa af fótboltanum síðan þá. Maður vissi alltaf að þetta væri að fara að enda en þegar fyrsta samtalið kom þarna í júní var eins og einhver hefði kýlt mig í framan. Blákaldur veruleikinn,“ „En núna hefur maður haft marga mánuði til að hugsa þetta, hvernig maður vill hafa þetta og er búinn að segja fjölskyldunni frá því að þetta sé að fara að gerast. Ég hef alveg haft tíma en ég býst við því að þessir síðustu tveir leikir og síðustu æfingar verði ekki auðveldir fyrir mig,“ segir Ari Freyr. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti úr viðtalinu verður birtur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð